HaustferAi?? FENAsR 2013

HaustferAi?? FENAsR 2013

  • December 2014
  • Posted By a8

Haustferð Fenúr árið 2013 var dagana 20 og 21. nóvember og lagt upp frá Reykjavíkurflugvelli kl. 10:30 á fimmtudeginum. Fyrsti áfangastaður var Grundartangi þar sem Gestur Pétursson frá Elkem veitti leiðsögn um iðnaðarsvæðið og kynnti síðan starfsemi Elkem og sameiginlega umhverfisvöktun fyrirtækja á Grundartanga. Þaðan var haldið á Hvanneyri þar sem haustráðstefna var sett eftir hádegisverð. Ragnar Frank Kristjánsson kynnti Borgarbyggð og Hvanneyri, Eiður Guðmundsson kynnti Orkusetur landbúnaðarins, Haraldur Ólafsson kynnti Furuflís, Íris Gunnarsdóttir kynnti breytingar á flutningsjöfnunarkerfi Úrvinnslusjóðs og Hrefna B. Jónsdóttir kynnti urðunarstaðinn Fíflholt. Að loknum kynningum, fyrirspurnum og umræðum veitti Ragnar Frank leiðsögn um Hvanneyri áður en haldi var til Fíflholts þar sem vel var tekið á móti hópnum.  Frá Fíflholti var haldið til Stykkishólms hvar slegið var upp veislu áður lagst var til hvílu. Föstudagurinn hófst á kynningu á þriggja tunnu kerfi á Stykkishólmi sem var það fyrsta hér á landi. Því næst var farið á Ólafsvík þar sem Kristinn Jónasson bæjarstjóri og Benóný Ólafsson frá Gámaþjónustunni tók á móti hópnum í móttökustöðinni Enni. Eftir kjarngóða kjötsúpu á Hótel Ólafsvík var haldið í þjóðgarðinn Hellnar hvar Guðbjörg Gunnarsdóttir þjóðgarðsvörður tók á móti hópnum og sagði frá úrgangstjórnun, þjóðgarðinum og sýningu í Gestastofu.

Stjórn Fenúr þakkar öllum þeim sem komu að máli og móttökum sem og félögum sem áttu kost á að taka þátt´i haustferðinni, hvort sem það var að hluta eða öllu.

Nafn

Netfang

Nafn fyrirtækis