NA?tni og umgengni A? vorrA?Ai??stefnu FENAsR 2015

NA?tni og umgengni A? vorrA?Ai??stefnu FENAsR 2015

  • December 2015
  • Posted By a8

Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði ráðstefnugesti á vorráðstefnu FENÚR sem var haldin á dögunum í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Ráðherra sagði að hún hafi valið tvö orð þegar hún tók við embætti en þau eru nýtni og umgengi. Það á vel við þegar fjallað er um endurvinnslu og úrgangsmál enda snúast þau í grunnin um þessa tvo þætti. Þau samrýmast vel áherslum stjórnvalda í úrgangsmálum um að sóa minna og ganga betur um auðlindir. Ráðherra sagði frá því að nefnd sem fjallað hefur um matarsóun mun skila af sér tillögum á næstu dögum. Ráðherra nefndi einnig nefnd sem vinnur að heildarendurskoðun úrgangslaga og væntingar standi til að rekstrar- og lagaumhverfi verði skýrar en það er mikilvægt fyrir alla aðila sem vinna í greininni.

Á ráðstefnunni var einnig fjallað um raftækjaúrgang og nýjar kröfur um móttöku og meðferð þeirra. Farið var yfir hvernig hlutirnir eru framkvæmdir, hvað má og hvað má ekki gera og hvað verður um efnið sem safnast. Einnig var fjallað um nýtt fyrirkomulag varðandi sölu og markaðssetningu FENÚR merkja, en félagið hefur í áraraðir sinnt því verkefni að samræmdar merkingar séu aðgengilegar um allt land. Haldin var kynning á möguleikum til að ná sem mestu út úr endurvinnsluferlum og hvernig sérfræðiráðgjöf getur aukið virði í vinnsluferlum. Að lokum var farið í heimsókn til Hringrásar og fengu ráðstefnugestir að sjá og kynnast fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins á athafnasvæði þess í Sundahöfn.

Nálgast má erindi frá ráðstefnunni hér:

Nafn

Netfang

Nafn fyrirtækis