-
Nýtt og samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang
- November 2020
- Posted By a8
Fenúr hefur þýtt og staðfært nýtt og samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum.
Eygerður Margrétardóttir, formaður Fenúr, afhenti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fyrstu merkin ásamt handbók með leiðbeiningum um notkun.
Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. Mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.