Haustráðstefna FENÚR verður haldin miðvikudaginn 6. október milli kl. 10.00 – 15.00.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í sal sem heitir Háteigur og er á 4. hæð.
Ráðstefnunni verður einnig streymt. Aðalfundur FENÚR verður haldinn sama dag, á sama stað og hefst kl. 09.00. Á haustráðstefnuna mæta helstu stjórnendur, bæði frá atvinnulífinu og hinu opinbera, sem koma að umhverfis- og úrgangsmálum í pallborðsumræður og ræða stöðuna í dag og hvar við verðum stödd eftir 15 mánuði þegar ný löggjöf tekur gildi. Áhugaverð erindi frá innlendum og erlendum sérfræðingum ásamt fjölbreyttum örerindum frá sprotum og nýsköpunarfyrirtækjum. Meðal erinda verða:
- Úrgangstölfræði. Rakel Kristjánsdóttir, Umhverfisstofnun
- The role of biowaste in the circular economy. Lea Bohme, Sorpa
- Leiðarvísir um völundarhús úrgangsmála. Bryndís Skúladóttir, VSÓ (10 mín)
- Samræmd söfnun á höfuðborgarsvæðinu. Jón Kjartan Ágústsson, SSH
- Borgaðu þegar þú hendir. Stefán Þór Kristinsson, Efla
- Hvað getur sveitarfélag gert? Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps
- Saman gegn sóun – fræðsla og forvarnir. Gró Einarsdóttir, Umhverfisstofnun
Að auki verður erindi frá Paul James frá COWI A/S en hann mun fjalla um uppbyggingu sorporkustöðva á heimsvísu. Að erindi loknu mun hann einnig svara spurningum.
Þátttakendur í pallborði verða:
- Alexander G. Eðvardsson, framkvæmdastjóri HP-gáma/Hringrás
- Arngrímur Sverrisson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Terru
- Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi
- Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri
- Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
- Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu
- Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu
- Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins
- Karl Edvaldsson, framkvæmdastjóri ReSouce
- Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North Recycling
- Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri Kölku
Ráðstefnustjóri verður Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
Pallborðsumræðum stýrir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu.
Skráning og upplýsingar um ráðstefnugjald finnur þú hér: https://forms.gle/BQiKEu5vDBB63ZNSA