Um félagið

Upphafið

Upphafið að stofnun félagsins

Ráðstefnan Endurvinnsla í nútíð og framtíð var haldin í upphafi Umhverfisdaga 1998 sem fram fóru 26.-28. júní á vegum SORPU og ýmissa aðila í atvinnugreinum tengdum málaflokknum.

Fyrirlesarar ráðstefnunnar voru þrír af framámönnum á þessu sviði í Evrópu, þeir Jeff Cooper formaður starfshóps ISWA um minnkun úrgangs og endurvinnslu, Christian Fischer aðstoðar frkvæmdastjóri ETC/W (Europian Topic Centre on Waste) og Niels Jørn Hahn aðalframkvæmdastjóri hreinsunarfyrirtækisins frá 1898 (R98) sem er stærsta fyrirtæki Danmerkur á þessu sviði.

Undirbúningshópur

Í framhaldi af þessu kynnti undirbúningshópur hugmynd að stofnun íslensks félags eða fagráðs um sorphirðu og endurvinnslu. Félags sem safnaði og gæfi út upplýsingar um stöðu og framvindu í málaflokknum innlendar sem erlendar, stæði fyrir faglegri umræðu innanlands og reyndi í gegnum alþjóðleg og norræn tengsl að hafa áhrif þannig að leikreglur framtíðar taki tillit til sérstöðu okkar, fámennis og fjarlægðar frá mörkuðum.

Góðar viðtökur

Hugmyndin fékk góðar viðtökur ráðstefnugesta sem marka má af því að á ráðstefnu þar sem sátu um 75 manns og í nokkrum tilfellum voru fleiri en einn frá sama fyrirtæki eða stofnun, skráðu 44 aðilar sig sem áhugasama um stofnun þessa félags.

Kosin var 6 manna undirbúningsstjórn sem í voru: Gunnar Bragason Endurvinnslunni hf, Ingi Arason Gámaþjónustunni hf., Jóhannes Pálsson Hönnun og ráðgjöf hf., Magnús Stephensen SORPU bs., Pétur Bjarnason Fiskifélaginu og Þorvarður Árnason Siðfræðistofnun Háskólans.

Stofnun FENÚR

Undirbúningsstjórnin kynnti sér starfsemi ISWA sem eru alþjóðasamtök á þessu sviði og Dakofa sem er dönsk hliðstæða þessa íslenska félags. Að lokinni þessari könnun samdi stjórnin frumvarp til laga félagsins og gerði tillögu að nafni félags og undirdeilda, samdi starfsskrá fyrir fyrstu árin og gerði áætlun um fjármál.

Stofnfundur félagsins var síðan haldinn miðvikudaginn 9. des. 1998 og var þar kosið í stjórn. Félagið hefur aðsetur í húsnæði SORPU sem þjónustar félagið. Tengiliður félagsins hjá SORPU er Ragna Halldórsdóttir deildarstjóri gæða- og þjónustusviðs.

Vertu með

Lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök

eru aðilar að FENÚR. Það er til mikils að vinna og við erum sterkari saman.

Vertu með!

Skráning