Allir mega nota merkin

Allir mega nota merkin endurgjaldslaust en þeim má ekki breyta á nokkurn hátt. Leiðbeiningar á notkun má finna í handbók hér á síðunni. Merkin eru afgreidd í sjálfsafgreiðslu hér á síðunni með innskráningu.

Merkilegar merkingar!

Fenúr hélt rafræna ráðstefnu um bætta úrgangsstjórnun þar sem vinna við norrænt og samræmt merkingakerfi var kynnt. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði ráðstefnuna. Anna-Carin Gripwall frá Avfall Sverige var með erindi ásamt Eygerði Margrétardóttur, formanni Fenúr, sem kynnti tillögur að íslenskri útgáfu af samræmdu norrænu merkingum. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum og samfélagsvirkni hjá Sorpu. Hér er slóð á ráðstefnuna.

Samræmdar merkingar í úrgangsmálum er verkefni sem hefur hlotið styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Verkefnið byggir á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum. Markmið þess er að styðja við bætta úrgangsstjórnun á landinu.

Nýtt og samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang

Fenúr hefur þýtt og staðfært nýtt og samræmt norrænt merkingakerfi fyrir úrgang. Merkingarnar byggja á dönskum úrgangsmerkingum og norrænu samstarfi um samræmdar merkingar í úrgangsmálum.

Eygerður Margrétardóttir, formaður Fenúr, afhenti Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, fyrstu merkin ásamt handbók með leiðbeiningum um notkun.

Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. Mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.

Hér er hægt að sækja öll merkin >

Nafn

Netfang

Nafn fyrirtækis