Á vorfundi Fenúr var margt rætt og þaf var líka kjörin ný stjórn. Hér er fundargerðin:
Fundargerð aðalfundar F E N U R
Haldin í Bragganum í Nauthólsvík, 5. júní 2025 klukkan 11:00
1.
Fundur settur
Formaður Hrefna B Jónsdóttir, setti fund og gerði tillögu um Gunnar Dofra Ólafsson sem fundarstjórna og Ernu B Häsler sem fundarritara.
Fundarstjóri bar upp tillögu um lögmæti fundarins, Til hans var boðið með 3ja vikna fyrirvara í stað fjögurra. Samþykkt lögmæti fundarins.
2.
Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi síðasta árs
Formaður flutti skýrslu stjórnar félagsins og tók þriðja lið þar undir. Áætlun um starfsemi næsta árs. Sjá skýrslu stjórnar í heild sinni í lok fundargerðar.
3.
Áætlun um starfsemi næsta ár.
Sjá liður 2.
4.
Umfjöllun um skýrslu stjórnar og reikninga
Formaður fór yfir reikninga félagsins. Heildartekjur kr. 3.104.024 Rekstrargjöld 1.732.013 og vaxtatekjur 19.666 kr. Rekstrarafgangur 1.391.677
Ársreikningur samþykktur samhljóða.
5.
Framkomnar tillögur
Engar.
6.
Ákvörðun um árgjald
Formaður lagði fram tillögu að hækkun aðildargjalda um 4,5%.
Hækkun samþykkt
7.
Kjör formanns
Freyr Eyjólfsson kjörinn samhljóða
8.
Kjör allt að fjögurra stjórnarmanna auk tveggja varamanna
Baldvin Elíasson, Erna B Häsler, Steinar Sigurjónsson og Lilja Þorsteinsdóttir
Til vara: Kristján Ólafsson og Davor Lucic.
9.
Kjör skoðunarmanna. tveir og einn til var
Tillaga er um Hrefnu B Jónsdóttur og Stefán Guðsteinsson. Karl Eðvaldsson sem varamaður Samþykkt
10.
Önnur mál.
Engin.
Fundi slitið kl. 11:35