Þann 16. júní var Karl Eðvaldsson kjörinn ný formaður Fenúr. Karl Eðvaldson hefur setið í stjórn Fenúr um nokkurn tíma og er sérhæfður í aðferðarfræði hringrásar hagkerfisins og úrgangsstjórnun frá Danska Tækniháskólanum. Karl hefur undanfarin ár starfað sem forstjóri umhverfisverkfræðistofunar ReSource International en leiðir nú vinnu fyrir Pure North á sviði hringrásarhagkerfisins með áherslu á innleiðingu nýrra tæknilausna fyrir sveitarfélög og opinbera aðila. Karl hefur víðtæka starfsreynslu í úrgangsstjórnun og umhverfismálum almennt m.a. sem gatnamálastjóri hjá Kópavogsbæ þar sem eitt af verkefnunum var að sjá um úrgangsmál fyrir sveitarfélagið.