Haustráðstefna verður vorráðstefna

nóv 22, 2022

Ákveðið var að fresta árlegri haustráðstefnu Fenúr fram til vorsins 2023. Mikið var um margskonar fundi og ráðstefnur er varða úrgangsmál og hringrásarhagkerfi þetta haustið og því óþarfi að bæta við enn einum fundi. Um næstu áramót taka gildi hin nýju hringrásarlög og umfangsmiklar breytingar verða í allri úrgangstjórnun. Allt árið verður mikið innleiðingarár fyrir sveitarstjórnir, almenning og atvinnulíf og því brýnt að ræða það þegar verkefnið verður komið af stað á næsta ári. Það verður því nóg að ræða á vorfundi Fenúr á næsta ári.