Ný stjórn Fenúr var kosin á aðalfundi

okt 5, 2020

Ný stjórn Fenúr var kosin á aðalfundi Fenúr sem haldinn var í fundarsal við GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var kjörin formaður. Aðrir í stjórninni eru: Gunnar Dorfi Ólafsson frá Sorpu, Hrefna B. Jónsdóttir hjá Sorpstöð Vesturlands, Karl Edvaldsson frá ReSource, Líf Lárusdóttir frá Terru, Sigurður Halldósson frá Pure North Recycling og Steinþór Þórðarson frá Kölku.

 

Á myndinni er nýkjörin formaður Fenúr Eygerður Margrétardóttir ásamt fráfarandi formanni Jóni Ó. Vilhjálmssyni.