Ný stjórn Fenúr

sep 12, 2023

Ný stjórn Fenúr var kosin á aðalfundi Fenúr sem haldinn var í fundarsal Íslenska Gámafélagsins við Esjumela. Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands, var kjörin formaður. Aðrir í stjórninni eru: Baldvin Elíasson frá Endurvinnslunni, Freyr Eyjólfsson frá Sorpu, Elín Ásgeirsdóttir frá Íslenska Gámafélaginu, Erna Björk Häsler frá Terra og Geir Gíslason frá HP Gámum.