Ný uppfærð handbók

feb 20, 2023

Handbókin okkar hefur nú verið uppfærð og ný merki hafa bæst í hópinn. Hart plast, plastumbúðir, plastfilma, kertavax og járnbundin steypa hafa bæst við safnið. Munum að nota merkin rétt og nota þau mikið. Samhæft merkjakerfi auðveldar alla flokkun og gerir hana markvissari. Undirstaða góðs hringrásarhagkerfis eru auðveldar leiðbeiningar og samhæft kerfi fyrir almenning.