Vorráðstefna Fenúr 30. mars

mar 6, 2023

Vorráðstefna FENÚR 2023 – Byggjum upp hringrásarhagkerfi. 

Vorráðstefna FENÚR verður haldin fimmtudaginn 30. mars milli kl. 10.00 – 15.00 í Gullhömrum, Þjóðhildarstígur 2-6, 113 Reykjavík.

Eitt mikilvægasta samfélagsmál næstu ára er uppbygging innviða í átt að hringrásarhagkerfi. Mikið verkefni en sömuleiðis tækifæri og áskoranir fyrir atvinnulíf og sveitarfélög. Sömuleiðis eru mikil tækifæri í ábyrgi kolefnisjöfnun og kolefnisbindingu þegar kemur að endurvinnslu. Þetta ætlum við að ræða og skoða á vorráðstefnunni.

Áhugaverð erindi frá okkar helstu sérfræðingum ásamt fjölbreyttum umræðum um helstu áskoranir næstu ára. Meðal erinda verða: 

Dagskrá milli 10:00 – 11:00

  1. Karl Eðvaldsson, stjórnarformaður Fenúr. Opnun
  2. Að byggja upp hringrásarhagkerfi – ráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson
  3. Hvar stöndum við? Hvað þurfum við? Hvernig komust við þangað? Hvað kostar það? Mat út frá svæðisáætlunum. Stefán Gíslason.  

Pallborð 1 – Innviðir sveitarfélaga; verkefni, tækifæri og áskoranir. (kjörnir fulltrúar verða í pallborði)

  1. Blámi. Metanorkuver á Vestfjörðum. Anna María Daníelsdóttir.
  2. ÝMIR Technologies, Hönnun og þróun tæknibúnaðs fyrir úrgang. Sigurður Ingólfsson
  3. Líforkuver í Eyjafirði. Guðmundur H. Sigurðarson.

Pallborð 2 – Innviðir atvinnulífsins; verkefni, tækifæri og áskoranir.

  1. Ábyrg kolefnisjöfnun. Kolefniseiningar og endurvinnsla. Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráð.
  2. Kolefniseiningar – framtíð og möguleikar. Súrefni. Aríel Jóhann Árnason.

Almennar umræður og spurningar úr sal

Karl Eðvaldsson. Lokaorð stjórnarformanns.

Ráðstefnustjóri verður Freyr Eyjólfsson, Verkefnastjóri hringrásarhagkerfisins hjá SORPU

Pallborðsumræðum stýrir Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Boðið verður upp á kaffi veitingar og hádegismat á ráðstefnunni.

Ráðstefnunni verður einnig streymt.

Skráning og upplýsingar um ráðstefnugjald finnur þú hér: https://forms.gle/i1XB2tA7dJgJa1FD9

Verið velkomin

FENÚR