Aðalfundir

2022

 

Aðalfundur FENÚR var haldinn þann 16. júní 2022 klukkan 11.00 í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar, Garðatorgi.

Eygerður Magnúsdóttir, formaður FENÚR setti fundinn. Lagði til að Gunnar Dofri Ólafsson yrði fundarstjóri og Hákon Gunnarsson fundarritari. Karl Eðvaldsson tók við fundarstjórn þegar Gunnar Dofri þurfti frá að hverfa.

Eygerður flutti skýrslu stjórnar. Covid setti nokkurn svip á starfsemi stjórnar fyrri hluta ársins en vegna farsóttarinnar var aðalfundur haldinn að hausti.  Ráðstefnan „15 mánuðir til stefnu“ var haldin í tengslum við aðalfundinn og var hún afar vel heppnuð.  Stjórnin var óbreytt á síðasta fundi en stjórn er kosin til 2ja ára í senn. 

Karl Eðvaldsson fór yfir ársreikninga félagsins í fjarveru gjaldkera. Karl vakti athygli á áritun skoðunarmanna ársreikninga. Ársreikningar FENÚR fyrir 2021 voru samþykktir samhljóða.

Kjör formanns. Eitt framboð barst til formanns:  Karl Eðvaldsson, Pure North

Kjör formanns var samþykkt samhljóða.

 Kjör annarra stjórnarmanna.Eftirfarandi framboð bárust:

Eygerður Magnúsdóttir,          Samband íslenskra sveitarfélaga

Gunnar Dofri Ólafsson,           Sorpa

Gróa Björg Baldvinsdóttir,      Terra

Elín Ásgeirsdóttir,                    Íslenska Gámafélagið

Kjör stjórnar var samþykkt samhljóða.

 Varamenn í stjórn:

Eftirfarandi framboð bárust:

Geir Sigurður Gíslason,           HP Gámar – Hringrás

Steinþór Þórðarson,                KALKA

Kjör varamanna var samþykkt samhljóða.

2021

Aðalfundur FENÚR var haldinn í salnum Háteig á Grand Hotel miðvikudaginn 6. október. Eygerður Margrétardóttir bauð aðalfundargesti velkomna. Hún lagði til að Hrefna B. Jónsdóttir yrði fundarstjóri og Karl Eðvaldsson fundarritari. Það var samþykkt og staðfest að fundurinn var löglega boðaður. 

Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum FENÚR. 

Eygerður Margrétardóttir var endurkjörin formaður. Á aðalfundi FENÚR 2020 var stjórnin kjörin til tveggja ára en hana skipa: Gunnar Dofri Ólafsson, Sorpu. Karl Edvaldsson, ReSource International. Líf Lárusdóttir, Terra. Sigurður Halldórsson, Pure North Recycyling. Í varastjórn voru kjörin: Hrefna B. Jónsdóttir, Sorpsamlag sveitarfélaga á Vesturlandi og Steinþór Þórðarson, Kölku. 

Skoðunarmenn voru endurkjörnir en þeir eru Gunnar Bragason og Jón Steingrímsson. 

Að loknum aðalfundi hófst Haustráðstefna FENÚR undir yfirskriftinni: 15 mánuðir til stefnu – hvar erum við stödd í átt að hringrásarhagkerfinu?

2020

Aðalfundur FENÚR var haldinn 28. september 2020 í fundarsal Sorpu við GAJU, gas- og jarðgerðarstöð. 

Eiður Guðmundsson, staðarhaldari bauð aðalfundargesti velkomna og sagði stuttlega frá starfsemi GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu.  

Jón Ólafur Vilhjálmsson, formaður FENÚR, setti fund og bauð gesti velkomna. Hann lagði til að Guðmundur Tryggvi hjá Sorpu yrði fundarstjóri og Áslaug Hulda, verkefnastjóri FENÚR, ritaði fundargerð. Það var samþykkt. Staðfest var að fundurinn var löglega boðaður. 

Dagskrá aðalfundar var samkvæmt samþykktum félagsins. 

Eygerður Margrétardóttir var kjörin nýr formaður FENÚR. 

Í aðalstjórn voru kjörnir: Gunnar Dofri Ólafsson, Sorpu. Karl Edvaldsson, ReSource International. Líf Lárusdóttir, Terra. Sigurður Halldórsson, Pure North Recycyling.

Í varastjórn voru kjörin: Hrefna B. Jónsdóttir, Sorpsamlag sveitarfélaga á Vesturlandi. Steinþór Þórðarson, Kalka.

Skoðunarmenn voru endurkjörnir, þeir Gunnar Bragason og Jón Steingrímsson.

 Að fundi loknum var fundargestum boðið í skoðunarferð um GAJU.

 

2018

2017

2016

2015

2014

  • Dagskrá fundar 22.05 2014
  • Umhverfismál í Garðabæ – Erla Bil Bjarnadóttir frá Garðabæ
  • Breytingar á úrgangslöggjöf – Kjartan Ingvarsson frá Umhverfisráðuneytinu
  • Höfuðborgarsvæðið, næstu skref – Bjarni G. Hjarðar frá SORPU
  • Þróun á endurvinnslumarkaði – Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins
  • Flutningur milli landa á úrgangi og spilliefnum – Agnar Bragi Bragason frá Umhverfisstofnun
  • Hættum að sóa mat! – Dr. Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd
  • Endurvinnslu appið – Guðrún Tryggvadóttir frá náttúran.is

2013

 2012

2011

2010

2009

2008

2006

2005

2004

2003

Vertu með

Lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök

eru aðilar að FENÚR. Það er til mikils að vinna og við erum sterkari saman.

Vertu með!

Skráning