Lagaumhverfið

Lagaumhverfi og stefnumörkun stjórnvalda

Stefnumörkun stjórnvalda

Stefna um meðhöndlun úrgangs var gefin út af umhverfis- og auðlindaráðherra í júní 2021 og nefnist hún Í átt að hringrásarhagkerfi. Stefna umhverfis– og auðlindaráðherra í úrgangsmálum.

Um er að ræða heildarstefnu Íslands í úrgangsmálum næstu 12 árin og er útgáfa hennar mikilvægur áfangi í úrgangsmálum á Íslandi. Stefna um meðhöndlun úrgangs kemur nú út í fyrsta skipti og kemur hún í stað Landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013–2024, í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um meðhöndlun úrgangs árið 2014. Um leið tóku svæðisáætlanir sveitarfélaga um meðhöndlun úrgangs við hlutverki Landsáætlunar.

Árið 2016 kom út stefna um úrgangsforvarnir sem nefnist Saman gegn sóun og saman mynda þessar tvær stefnur leiðarljós Íslands í bæði úrgangsforvörnum og úrgangsstjórnun til framtíðar. (https://samangegnsoun.is/ )

 

Lög og reglugerðir

Fjallað er um endurvinnslu og úrgangsmál í nokkrum lögum og reglugerðum og eru þær helstu tilgreindar hér að neðan. Finna má nánari upplýsingar hjá Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003

Lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998

Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur nr. 52/1989

Efnalög nr. 61/2013

Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003.
Reglugerð um urðun úrgangs nr. 738/2003.
Reglugerð um brennslu úrgangs nr. 739/2003.

Reglugerð um spilliefni nr. 806/1999

Reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang nr. 442/2015

Reglugerð um úrvinnslu ökutækja nr. 303/2008

Reglugerð um úrvinnslugjald nr. 1124/2005

Reglugerð um flutning úrgangs milli landa nr. 822/2010

Reglugerð um skrá yfir spilliefni og annan úrgang nr. 184/2002

Reglugerð um olíuúrgang nr. 809/1999

Reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs nr. 609/1996

Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum nr. 1020/2011

Lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni.

Vertu með

Lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök

eru aðilar að FENÚR. Það er til mikils að vinna og við erum sterkari saman.

Vertu með!

Skráning