Starfsáætlun 2016

Á hverju ári heldur FENÚR 2 ráðstefnur, aðra að vori og hina að hausti. Árið 2016 stendur til að breyta til og hafa vor ráðstefnuna í fundarformi. Haustráðstefnan verður 9 september undir vinnuheitinu „Saman gegn sóun“.

Á sama tíma verður haldin sýning í Perlunni á vegum FENÚR og Umhverfisstofnunar 9 og 10 september og hafa nú þegar allir stærstu aðilar innan FENÚR staðfest að þeir muni verða með. Sýningin verður í um 250 m2. innirými og fyrir utan Perluna.

FENÚR stefnir að einum fundi á árinu þar sem tekin verða fyrir ákveðið málefni. Leitað verður afstöðu félagsmanna til þess málefnis.

FENÚR stefnir að því að senda einn aðila á ársfund og ráðstefnu á vegum ISWA. Eitt aðildarfélag fær styrk til fararinnar en kynnir í staðinn það helsta sem þar er fjallað um.

FENÚR hefur boðið stjórnvöldum ráðleggingar um málefni sem varða félagsmenn og mun stjórn m.e. hitta ráðherra umhverfismála í febrúar.

Nafn

Netfang

Nafn fyrirtækis