Lagaumhverfi og stefnumörkun stjórnvalda

Stefnumörkun stjórnvalda

Umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs  sem gildir frá 2013-2024. Þar segir:

„Í áætluninni er að finna ítarlegt yfirlit yfir núverandi stöðu úrgangsmála á Íslandi, bæði hvað varðar magn einstakra úrgangsflokka og þróun mismunandi leiða í meðhöndlun úrgangs. Þar eru einnig sett fram tímasett markmið sem öll miða að því að bæta nýtingu auðlinda og lágmarka þau neikvæðu áhrif sem myndun og meðhöndlun úrgangs hefur á umhverfið og heilsu manna. Í áætluninni er lögð áhersla á að ævinlega þurfi að skoða úrgangsmál í víðu samhengi, enda ræðst úrgangsmyndunin öðru fremur af neyslu einstaklinga, heimila og fyrirtækja. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi ríkis og sveitarfélaga.“

Lög og reglugerðir

Fjallað er um endurvinnslu og úrgangsmál í nokkrum lögum og reglugerðum og eru þær helstu tilgreindar hér að neðan. Finna má nánari upplýsingar hjá Umhverfisstofnun, Úrvinnslusjóð og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Lög um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003

Lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002

Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998

Lög um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur nr. 52/1989

Efnalög nr. 61/2013

Reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003.
Reglugerð um urðun úrgangs nr. 738/2003.
Reglugerð um brennslu úrgangs nr. 739/2003.

Reglugerð um spilliefni nr. 806/1999

Reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang nr. 442/2015

Reglugerð um úrvinnslu ökutækja nr. 303/2008

Reglugerð um úrvinnslugjald nr. 1124/2005

Reglugerð um flutning úrgangs milli landa nr. 822/2010

Reglugerð um skrá yfir spilliefni og annan úrgang nr. 184/2002

Reglugerð um olíuúrgang nr. 809/1999

Reglugerð um meðferð umbúða og umbúðaúrgangs nr. 609/1996

Reglugerð um rafhlöður og rafgeyma með tilteknum hættulegum efnum nr. 1020/2011

Lög nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni.

Nafn

Netfang

Nafn fyrirtækis