Tilgangur og markmið

Tilgangur og markmið

Starfsemi FENÚR nær til allra þátta hringrásarhagkerfisins og meðhöndlunar úrgangs, bæði frá heimilum og atvinnustarfsemi. FENÚR fjallar um úrgangsstjórnun og þá tækni og þekkingu sem fremst er hverju sinni.

Markmið FENÚR er

 • að stuðla að minnkun úrgangs í samfélaginu,
 • að auka þróun í meðhöndlun og meðferð úrgangs,
 • að vera leiðandi afl í umfjöllun um úrgang og meðferð hans,
 • að vera leiðandi í öflun upplýsinga um þróun og meðferð úrgangs í heiminum og dreifa upplýsingum til félagsmanna sem og á opinberum vettvangi,
 • að hafa áhrif á setningu laga og reglugerða er varða úrgang og meðhöndlun hans.

Markmiðum nær FENÚR meðal annars með því að

 • Halda uppi faglegri umræðu í starfshópum undir leiðsögn ráðgjafastjórnar.
 • Afla og dreifa þekkingu til félaga og yfirvalda.
 • Útgáfustarfsemi.
 • Ráðstefnuhald.
 • Hvetja til og standa að þróunarverkefnum.
 • Eiga góða samvinnu við aðra sem tengjast málaflokknum.
 • Taka þátt í samstarfi, norrænu sem og alþjóðlegu. FENÚR er meðlimur í D.N.R. og ISWA fyrir hönd Íslands.

Vertu með

Lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög, einstaklingar og félagasamtök

eru aðilar að FENÚR. Það er til mikils að vinna og við erum sterkari saman.

Vertu með!

Skráning